Umsóknarfrestur framlengdur í verkefnasjóð Púkans

Púkinn, barnamenningarhátíð á Vestfjörðum, verður haldin dagana 31. mars til 11. apríl. Sem áður var leitað til ungmennaráðs Vestfjarða um þema og er það að þessu sinni vestfirskar þjóðsögur. Undirbúningur er kominn á fullt skrið og er vonast til að hátíðin verði sem ánægjulegust fyrir börn um alla Vestfirði.

Púkinn hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði í síðustu úthlutun og í desember var opnað fyrir umsóknir um verkefnastyrki. Borist hafa ábendingar um að umsóknarfresturinn hafi farið framhjá fólki og því verður umsóknarfrestur framlengdu til og með 23. janúar.

Öllum er heimilt að sækja um ef verkefnið er ætlað grunnskólabörnum og verkefnið fer fram á Vestfjörðum.

Hér má sækja um

Púkinn er metnaðarfullt verkefni sem er ætlað að keyra hátíð sem er dreifð um alla Vestfirði og varðar öll börn á grunnskólaaldri. Mikilvægur liður í að vel takist til er að allir leggist saman á árarnar til að skapa góða hátíð. Þannig má tryggja hana í sessi og auka aðgengi vestfirskra barna að listum og menningu sem getur lifað með þeim um langa tíð.

DEILA