Vegna slitlagsskemmda verður viðauki felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn á Vestfjarðavegi 60 frá Djúpvegi 61 við Þröskulda að Flókalundi, Reykhólavegi 606, á Barðastrandarvegi 62, Flókalundur – Patreksfjörður sem og á Bíldudalsvegi 63, Patreksfjörður – Bíldudalur.
Gildir takmörkunin frá kl: 12:00 mánudaginn 13. janúar 2025.