Þrettándinn þann 6. janúar og er stytting á Þrettándi dagur Jóla og almennt kallaður Síðasti dagur Jóla. Upphaflega hét hann Opinberunarhátíð meðal Rómarkirkjunar og hefur verið tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum. Hann var sem dæmi talin fæðingardagur Krists áður en sú trú fluttist yfir á 25. desember.
Á 4. og 5. öld fór að tíðkast að minnast fæðingarinnar þann 25. desember en skírnar Krists og Austurlandavitringanna 6. janúar. Formlega var ákveðið með það fyrirkomulag árið 567 á 2. kirkjuþinginu sem haldið var í Tours í Frakklandi.
Fram til ársins 1770 hvíldi á Þrettándanum helgi og var hann almennur frídagur en það ár var hann afhelgaður ásamt mörgum öðrum helgidögum sem tilheyrt höfðu Kaþólskum sið eins og Þriðja í Jólum, Þriðja í Páskum og Þriðja í Hvítasunnu og breytti þar með þessum þremur stærstu hátíðum kirkjunnar úr því að vera þríheilagar, það er að segja eiga sér helgi- og frídaginn þriðji í, yfir í tvíheilög eins og við þekkjum þær í dag að aðeins er eftir annar í.
Var þetta gert að undirlagi útsendara og ráðgjöfum konungs sem hingað komu til lands að kanna trúarlíf þjóðarinnar en þeir tilheyrðu strangtrúar siðabótarreglu svo ekki var við góðu að búast úr þeirri áttinni. Enda fannst þeim Íslensk alþýða lítt kristinn og hafa allt of mikið af almennum frídögum sem hún nýtti eigi til trúarlífs heldur litu á sem veraldlegt frí. Því fanst þeim engin ástæða til þess að Lúterska kirkjan væri að púkka upp á almenna frídaga alþýðufólks enda það ekki hlutverk hennar. Því afhelgaði konungur að þeirra ráðum fjölda helgidaga sem þá urðu ekki lengur almennir frídagar en einnig var þetta hluti þess að Danakonungur vildi koma á samræmdum helgi- og frídögum í öllu Danaveldi. Við það minnkaði mikið allt tilstand á þessum degi.
Hérlendis hefur þrettándinn öðru fremur verið lokadagur Jóla en eftir tímatals breytinguna árið 1700 munaði ekki miklu að hann bæri upp á sama dag og Jólin hefðu annars byrjað samkvæmt gamla Júlíanska tímatalinu. Íslendingar undu því illa að færa jólin til með þessarri tímatalsbreytingu og var til dæmis í fyrsta almanakinu eftir tímatalsbreytinguna sem Jón Árnason skálholtsbiskup gaf út 1707 sjö árum eftir breytinguna merkt við 5. janúar sem Jóladagurinn gamli og var hann alveg fram um 1900 kallaður Gömlu Jólin.
Sá ruglingur sem tímatalsbreytingin olli kann að valda því að sagnir þjóðtrú og siðir um Þrettándann, Jól og Nýársnótt svipar oft saman. Sagnir eins og að kýr öðlist mannamál selir kasti hamnum, að gott sé að sitja á krossgötum, leita spásagna og um vistaskipti Huldufólks. Á þrettándanum fer Kertasníkir síðastur Jólasveina frá mannabyggð aftur til fjalla og þar með lýkur Jólunum. En Jólasveinarnir tínast til fjalla einn á dag í sömu röð og þeir koma. Það er Stekkjarstaur fer fyrstur og svo koll af kolli uns Kertasníkir sem kemur á Aðfangadag fer þeirra síðastur á Þrettándanum.
Af islensktalmanak.is