Þórsberg: sala aflaheimilda áhyggjuefni

Þórsberg á Tálknafirði.

„Það er áhyggjuefni þegar aflaheimildir eru seldar úr sveitarfélag líkt á nú á sér stað með aflaheimildir Þórsbergs“ segir Gerður B. Sveinsdóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð. Hún segir að umtalsverðum hluta aflans hafi verið landað á Tálknafjarðarhöfn og ríkir nú óviss um það hvort og hve lengi það mun haldast óbreytt. „Kaupandi kvótans hefur sagt að ekki verði neinar breytingar fyrst um sinn en ekki gefið neitt út annað en það.  Eins ríkir óvissa um hvort og hve lengi áhöfn heldur sínum störfum.“

„Ef svo verður að þessum kvóta verði að engu leiti landað í Tálknafirði mun hafa mikil áhrif á rekstur hafnarinnar og þá þjónustu sem rekin er í tengslum við hana.“

Málið er á dagskrá fundar bæjarráðs í dag.

DEILA