Frédérik Chabanel er franskur maður fæddur 1975. Hann er með fæðingarblett á hálsinum.
Hann kom til Íslands þann 26. júní 1999. Þann 21. júlí fréttist af honum á hótel Ísafirði og 22 ágúst tók hann peninga úr heimabanka í Reykjavík.
Í ágústmánuði 1999 hringdi hann nokkrum sinnum í fjölskyldu sína í Frakklandi. Hann talaði um að honum liði vel á Íslandi, að hann hefði fengið vinnu á fiskibáti eða í byggingarvinnu.
Eftir það hefur ekkert heyrst frá honum, hvorki símtal né bréf. Gerð hefur verið leit að honum á Íslandi en án árangurs. Nafn hans hefur ekki fundist í opinberum gögnum.
Varð hann fyrir slysi? Var hann ef til vill tekinn af lífi? Yfirgaf hann Ísland og lét sig hverfa?
Við biðjum um ykkar hjálp. Frédérik hafði gaman af göngum úti í náttúrunni. Hann hafði einnig ánægju af að hitta og spjalla við Íslendinga á börum. Ef þú manst eftir að hafa hitt hann þætti okkur vænt um að þú hefðir samband og segðir okkur um hvað þið töluðuð. Var hann með einhver plön?
Ræddi hann um einhver lönd sem hann langaði til að heimsækja?
Er kannski einhver ennþá í sambandi við hann?
Í 25 ár hefur fjölskylda hans leitað að honum án árangurs. Samtökin ARPD sem hjálpa við leit á týndu fólki óska eftir aðstoð við að komast að því hvað kom fyrir Frédérik Chabanel.
Ef einhver telur sig hafa upplýsingar sem geta hjálpað, vinsamlegast hafið samband við international@arpd.fr . það má vera á Íslensku,Frönsku,Ensku
Bestu þakkir!
ARPD (Assistance et Recherche de Personnes Disparues)
(Aðstoð og leit að týndum einstaklingum)