Fram kemur í grein Heiði Bjargar Hilmarsdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga í Morgunblaðinu að fjárfestingar sveitarfélaga á árinu 2023 hafi aukist og námu 76 milljörðum króna eða 14% af tekjum þeirra, en til samanburðar fjárfestir ríkissjóður um 100 milljörðum, eða 7% af sínum tekjum.
Meðal þess sem sveitarfélögin styðja við er bygging íbúðarhúsnæðis. „Þá er tæpur þriðjungur íbúða í byggingu með stuðningi hins opinbera, ýmist í gegnum stofnframlög og hlutdeildarlán. Húsnæðisstuðningur sveitarfélaga felst einkum í stofnframlögum, sérstökum húsnæðisstuðningi og í niðurgreiddri leigu á félagslegu húsnæði. Þá styðja sveitarfélög við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis með margvíslegum innviðaframkvæmdum í þágu íbúa.“ segir í greininni.
Vill endurgreiðslu virðisaukaskatts
Árið 2024 urðu tæplega 3.600 íbúðir fullbúnar.
Því sé það áherslumál hjá Sambandinu að fá endurgreiðslu virðisaukaskatts af lögbundnum innviðaframkvæmdum. Innviðafjárfestingar ríkis og sveitarfélaga styðja við framleiðnivöxt og hagvaxtargetu þjóðarbúsins en er gjarnan sá útgjaldaliður þar sem skorið er niður ef þörf þykir.
„Við þurfum að viðhalda háu fjárfestingarstigi sveitarfélaga og opna á endurgreiðslur vegna innviðaframkvæmda líkt og raunin er á hinum Norðurlöndunum.“