Fimmtudaginn 16. janúar verða rétt 30 ár liðin frá snjóflóðunum mannskæðu í Súðavík. Flóðin féllu úr Súðavíkurhlíð og Traðargili á 18 íbúðarhús og létust 14 manns.
Minningarathöfn verður þennan dag og er ráðgert að safnast saman við samkomuhúsið og leggja þaðan af stað í blysför kl 16:40 og ganga að minnisvarðanum.
Að því loknu verður athöfn í Súðavíkurkirkju kl 17:00 þar sem sóknarprestur fer með bæn og kveikt verður á kertum.
Kaffiveitingar verða síðan í búðinni í Álftaveri.