Í gær var athöfn til minningar um þá 14 sem létust i snjóflóðunum í Súðavík fyrir réttum 30 árum. Safnast var saman við Samkomuhúsið og gengið þaðan að minnisvarðanum. Þar flutti Fjölnir Ásbjörnsson sóknarprestur ávarp. Þaðan var haldið í Súðavíkurkirkju og haldin minningarstund undir forystu sr Fjölnis og Barða Ingibjartssonar. Undirspil og söngur var í höndum Hljómóra. Kirkjan var þéttsetin og stundin hátíðleg.
Að því loknu bauð sóknarnefndin í kaffi og glæsilega veitingar í stjórnsýsluhúsinu og ætla má að þa hafi verið liðlega eitt hundrað manns.
Bragi Thoroddsen , sveitarstjóri flutti kveðjur frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem hafði ráðgert að vera viðstaddur en komst ekki, þar sem ekki var flogið vestur.
Fólk safnaðist saman við samkomuhúsið.
Það var nokkur snjókoma í upphafi athafnar.
En stytti óðara upp.
Í búðinni í stjórnsýsluhúsinu var fullt út úr dyrum og m.a. margir gestir frá Ísafirði. Björgunarsveitarmenn frá Ísafirði áttu stóran þátt í björgunaraðgerðum á sínum tíma og þeir komu á bát sínum Gísla Jóns.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson