Styrk­ir til samgöngu­leiða

Vegagerðin hefur opnað fyrir umsóknir um fjárveitingar til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt vegalögum.

Samgönguleiðir sem njóta styrkja skulu opnar allri almennri umferð. Í umsókninni þarf m.a. að leggja fram greinargóða lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd, svo sem upplýsingar um staðsetningu og notkun vegar, áætlaðan kostnað og aðra fjármögnun verkefnisins.

Umsóknum skal skilað eigi síðar en 7. mars 2025.

Heimilt er að veita styrki til eftirfarandi samgönguleiða samkvæmt reglum þar um:

  • vega yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir
  • vega að bryggjum
  • vega að skíðasvæðum
  • vega að skipbrotsmannaskýlum
  • vega að fjallskilaréttum
  • vega að leitarmannaskálum
  • vega að fjallaskálum
  • vega innan uppgræðslu- og skógræktarsvæða
  • vega að ferðamannastöðum
  • vega að flugvöllum og lendingarstöðum sem ekki eru áætlunarflugvellir, en taldir eru upp í samgönguáætlun

Nánari upplýsingar um styrkina og umsóknarferlið er að finna á vefsíðu Vegagerðarinnar

DEILA