Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti með fjórum samhljóða atkvæðum á fundi sínum í vikunni að óska eftir viðræðum við Reykhólahrepp og Dalabyggð um sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Einn fulltrúi sat hjá.
Það var Strandabandalagið, sem hefur meirihluta í sveitarstjórninni, sem lagði tillöguna fram. Tillagan og greinargerð sem fylgdi með hefur ekki verið birt.
Oddvitinn Þorgeir Pálsson sagðist hafa rætt við oddvita Kaldrananeshrepps og Árneshrepps og hafa kynnt fyrir þeim tillöguna. Í því fælist hins vegar ekki að sameining við þau væri útilokuð en að hans mati væru sveitarfélögin upptekin við önnur mál. Matthías Sævar Lýðsson sagðist ekki andvígur málinu sen setti spurningar við tímasetninguna og benti á að Dalabyggð áformaði viðræður við Húnaþing vestra um sameiningu.