Strandabyggð: miklar endurbætur á íþróttamiðstöð og sundlaug

Heitu pottarnir eftir endurbætur. Myndir: aðsendar.

Lokið er miklum endurbótum á íþróttamiðstöð og sundlaug á Hólmavík. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri segir að í „sundlauginni höfum við verið að gera við tvo stærri pottana. Það hefur staðið til í mörg ár og lá lengi á borði fyrrverandi sveitarstjórnar.  Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar hafði þrýst á viðgerð lengi.  Búið var að endurgera vaðlaugina og flísaleggja hana að nýju en stóru porrarnir voru eftir.  Það þurfti að laga leka á milli þeirra með tilheyrandi múrbroti og steypuviðgerð, og síðan voru þeir flísalagðir í stíl við vaðlaugina.  Að auki var nuddkerfi sett í annan pottinn og er verið að ganga frá tengingum við það núna.

Í tíð núverandi sveitarstjórnar hefur að auki verið sett nokkuð fjármagn í endurnýjun ýmissa tækja sem tengjast sundlauginni, en mikið af þeim tækjabúnaði sem stýrir klórmagni í pottum, hitastigi, gegnumflæði o.s.frv  var löngu úreldur.  Fyrir nokkrum árum var sundlaugarbakkinn allur tekinn í gegn og lagðar í hann hitalagnir. Saunaklefinn, var tekinn í notkun að nýju sumarið 2023 eftir gagngera endurnýjun og er hinn glæsilegasti.

Það má því segja að nú sé sundlaugin kominn í eðlilegt horf og er sveitarfélaginu til mikils sóma.“

Þá hefur einnig veið unniða endurbótum í íþróttahúsinu. Þar er búið að setja varmadælur á íþróttsalinn og skipt um glugga á þaki. „

Þá hefur einnig veið unniða endurbótum í íþróttahúsinu. Þar er búið að setja varmadælur á íþróttsalinn og skipt um glugga á þaki. „

Þá hefur einnig veið unniða endurbótum í íþróttahúsinu. Þar er búið að setja varmadælur á íþróttsalinn og skipt um glugga á þaki. “ Strandabyggð getur verið stolt af sinni íþróttamiðstöð og sundlaug, sem vekur verðskuldaða athygli gesta.“ segir Þorgeir.

Gufubaðið eftir endurbætur.

DEILA