Sóknaráætlun samþykkt fyrir næstu fimm ár

Vestfjarðastofa hefur staðfest sóknaráætlun fyrir Vestfirði árin 2025-2029.

Sóknaráætlun er aðgerðaráætlun til fimm ára í senn sem felur í sér stöðumat, framtíðarsýn og markmið segir í inngangi áætlunarinnar.

Fyrsta sóknaráætlunin var gerð 2015 og er þetta sú þriðja í röðinni. Heildarfjármagn í síðustu fimm ára áætlun var um 600 m.kr. og þar af voru 230 m.kr. merktar sérstökum áherslu verkefnum.

Vakin er athygli á því að síðan sú síðasta kom út, sem var fyrir árin 2020-2024, hafa merkir áfangar náðst: Dýrafjarðargöng, láglendisvegur í Gufudalssveit og endurbygging vegar um Dynjandisheiði sem reyndar er enn ólokið. „Þó veldur djúpum vonbrigðum fálæti gagnvart vetrarþjónustu og viðhaldi vega og tilfærsla jarðgangna á Vestfjörðum í biðflokk.“

Þá segir að flutnings- og dreifikerfi raforku á Vestfjörðum hafi batnað á tímabilinu en að tækifærin sem það felur í sér líða fyrir skort á virkjuðu vatnsafli innan Vestfjarða og viðkvæmri flutningslínu inn á svæðið.

Á þessu ári verður varið 53 m.kr. til áhersluverkefna sóknaráætlunar. Mestu fé verður varið til þess að gera svæðisskipulag Vestfjarða eða 15 m.kr. Til Bláma fara 10 m.kr. og Visit Westfjords og Vestfjarðaleiðin fá 7,5 m.kr.

DEILA