Skotís: fékk silfurmerki HSV

Frá afhendingu heiðursmerkisins í gær. Mynd: skotís.

Í gærkvöldi fékk Leifur Brenmes félagi í Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar silfurmerki HSV fyrir mikla sjálfboðavinnu í uppbyggingu Skotís.

Það var Sigurður Jón Hreinsson fomaður HSV sem sæmdi Leif merkinu.

Undanfarin ar hefur verið mikil uppbygging í starfi Skotís svo og á aðstöðu félagsins á Torfnesi.

Skotís segir í tilkynningu að Leifur Bremnes sé vel að þessum heiðri komin og þakkar Skotís honum fyrir það sjálfboðaliðastarf sem hann hefur unnið fyrir félagið. Einnig er þeim þakkað sem hafa lagt til sjálfboðavinnu. Það er ómetanlegt og heiður fyrir félagið hafa svona menn starfandi fyrir félagið.

DEILA