Félagar í Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar gerðu það gott á mótum helgarinnar. Haldnar voru tvær landskeppnir Skotíþróttasambands Íslands á Ísafirði. Á laugardaginn var Vestfjarðamóti í 50 skotum af riffli í liggjandi stöðu og í gær, sunnudag, var Vestfjarðamót í þrístöðu.
Fyrri daginn voru úrslit eftirfarandi:
Liðakeppni: Lið Skotís setti Íslandsmet 1838 ,5 stig og í fyrstu 3 sætunum voru félagar úr Skotís. Einnig var B lið Skotís í 3. sæti í liðakeppni. Fyrra Íslandsmet var sett 26.apríl 2015 = 1.836,9 stig, var það lið Skotfélags Kópavogs.
Einstaklingskeppni: félagar úr Skotís voru í þremur efstu sætunum:
1. sæti Valur Richter Skotís með 618,1 stig
2. sæti Leifur Bremnes Skotís með 611,7 stig
3. sæti Guðmundur Valdimarsson Skotís með 608,7 stig
A – Lið Skotís ( Valur Richter . Guðmundur Valdimarsson og Leifur Bremnes )
B lið Skotís ( Ívar Már Valsson, Karen Rós Valsdóttir, Helena Þóra Sigurbjörnsdóttir )
2. sæti í unglingaflokki Karen Rós Valsdóttir.
Í gær var opið vestfjarðarmót í þrístöðu:
1 sæti Valur Richter Skotís með 533 stig
2 sæti Leifur Bremnes Skotís með 521 stig
2 sæti liðakepppni lið Skotís með 1491 stig.
Keppt var í aðstöðu Skotíþróttafélagsins á Torfnesi.