Á undanförnum dögum hafa lögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum sinnt fjölbreyttum verkefnum.
Tilkynnt var um skemmdarverk í Bolungarvík þar sem stungið var á alla fjóra hjólbarða bifreiðar. Það mál er til rannsóknar og þiggur lögreglan allar upplýsingar sem kunna að vera til staðar um geranda eða gerendur.
Þá var kvartað yfir ónæði af flugeldum sem skotið var í miðbæ Ísafjarðar. Í því sambandi er rétt að minna á að skv. gildandi reglugerð er notkun flugelda stranglega bönnuð nema á tímabilinu 28. desember til og með 6. janúar ár hvert.
Vegna krapaflóðs, sem féll yfir Djúpveg við Sauðagil í Standabyggð aðfaranótt 15. janúar, var veginum lokað tímabundið meðan mat á frekari flóðahættu og hreinsun stóð yfir. Flóðið var um 7–8 metra breitt.
Fjöldi atvika tengd umferð var einnig skráð hjá lögreglu í liðinni viku. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og rann hún út af vegi við Gillastaði á Vestfjarðavegi. Þjónustuaðili úr Búðardal fór á vettvang og aðstoðaði. Annað svipað atvik átti sér stað við Hríshól í Reykhólasveit þar sem ferðalangar lentu í vandræðum á bifreið sinni, sem rann út af veginum, en nálægir björgunarsveitarmenn komu þeim til aðstoðar.
Þá akstur bifreiðar sem ekki hafði verið færð til lögbundinnar skoðunar stöðvaður. Skráningarnúmer hennar voru fjarlægð og ökumanni gert að hætta akstri.
Fíkniefni fundust á vinnustað á Patreksfirði og var þeim skilað til lögreglu.
Á Ísafirði var tilkynnt um dauðan fugl og brugðist var við í samræmi við verklagsreglur; fuglinn var sendur til Náttúrustofu Vestfjarða til frekari skoðunar.