Skíðafélag Strandamanna hefur fest kaup á snjótroðara. Troðarinn er af tegundinni Pisten Bully 100, árgerð 2015 og er notaður 4200 vinnustundir. Troðarinn var fluttur inn frá Austurríki og flutti Gámaþjónusta Hólmavíkur ehf troðarann af hafnarbakka í Reykjavík í Selárdal í Streingrímsfirði, þar sem skíðasvæðið er. Kaupverð troðarans er 17.856.000 kr. Skíðafélagið átti til rúmar 5 milljónir af kaupverðinu og safnast hafa framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum til kaupa á troðaranum alls 2.817.900 kr.
Eftir standa rúmlega 10 milljónir króna sem verða fjármögnuð með lántöku. Skíðafélagið leitar til velunnara félagsins með fjárframlög svo grynnka megi á lántökunni.
Skíðafélag Strandamanna er á almannaheillaskrá hjá Skattinum sem þýðir að einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja félagið með beinum fjárframlögum geta fengið endurgreiðslu frá skatti. Hægt er að millifæra á söfnunarreikning félagsins fyrir snjótroðara:
Reikningsnúmer 1161-15-202019
Kennitala Skíðafélags Strandamanna 510100-2120