Patreksfjörður: uppskeruhátíð HHF

Héraðssambandið Hrafna Flóki í Vesturbyggð heldur uppskeruhátíð í Skjaldborgarbíói i dag. Hefst hún kl 17:30.

Veitt verða þátttökuverðlaun og iðkendagjafir fyrir alla sem hafa verið í skipulögðu íþróttastarfi hjá aðildarfélögunum.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir þá iðkendur sem sköruðu framúr á hinum ýmsu sviðum á árinu 2024.

Héraðssambandið Hrafna-Flóki var stofnað 1971.

Aðildafélög eru : Íþróttafélagið Hörður Patreksfirði, UMF Tálknafjaðar, Íþróttafélag Bíldudals, UMF Barðastrandarhrepps, Golfklúbbur Pátreksfjarðar, Golfklúbbur Bíldudals.

DEILA