Nýjar ríkisstofnanir

Um áramótin tóku til starfa nýjar stofnanir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins  Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun.

Ný Umhverfis- og orkustofnun, hefur þar með tekið við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, og fer nú með stjórnsýslu loftslags-, umhverfis- og orkumála og málefni auðlindanýtingar. Auk þess starfar Raforkueftirlitið sem sjálfstæð eining undir stofnuninni.  

Ný náttúruverndarstofnun, hefur tekið við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis og veiðistjórnunarhluta hennar.

Náttúruverndarstofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, þ.m.t. Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs, sem og vernd villtra fugla og spendýra. Þá sinnir stofnunin eftirliti og samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar.

Sigrún Ágústsdóttir var í september skipuð forstjóri Náttúruverndarstofnunar og Gestur Pétursson forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.

DEILA