Í síðasta mánuði var birt rannsóknarskýrsla í tímaritinu Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences um áhrifin af því að veiða og sleppa stangveiddan fisk. Niðurstaðan er að fiskurinn virðist læra að forðast veiðistaði stangveiðmannanna og því fleiri sem veiðmennirnir voru þeim mun færri fiskar veiddust.
Niðurstaða rannsóknarinnar er að eina leiðin til að fá fiskinn aftur í árnar væri að minnka veiðiálagið.
Það voru vísindamenn frá tveimur háskólum í Bandaríkjunum, Amherst háskólanum í Massachuchetts og háskólanum í Suður Florída sem gerðu rannsóknina í samstarfi við hagsmunaaðila í sportveiði á stóra guðlaxinum á Sechelles eyjum í Indlandshafi. Sportveiðin er umtalsverð atvinnugrein á eyjunum og veiða og sleppa aðferðin er innleidd til þess að viðhalda tekjunum sem unnt er að hafa af veiðunum. Það sem leitað var svara við í rannsóknninni er hvort þetta virkar til verndunar stofnsins eins og til er ætlast.
Á tíma covid lágu veiðarnar niðri í tvö ár og gaf það vísindamönnunum einstakt tækifæri að kanna hegðun stóra guðlaxins án áreitis veiðanna og bera það svo saman við hegðun laxins þegar veiðarnar eru stundaðar.
Fylgst var með fiskunum með örflugum sem komið var fyrir í þeim og gáfu upplýsingar um ferðir þeirra, hvar þeir veiddust og hve oft. Gögnin benda til þess að hluti af fiskstofninum forðist helstu veiðistaðina og því meira sem veiðiálagið er aukið.
Í fréttatilkynningu um útkomu skýrslunnar er haft eftir einum höfunda Lucas Griffin að veiðimennirnir séu hluti af umhverfi fisksins. Ef ætlunin er að veiða fleiri fiska þarf að fækka veiðimönnunum eða önglunum á hverju veiðisvæði segir hann.