Ný kuðungategund uppgötvuð

Á vef Hafrannsóknastofnunar er sagt frá því að nýlega hafi ný kuðungategund uppgötvaðist í hafinu við Ísland en slíkt er fátítt og í þessu tilviki afrakstur mikillar vinnu.

Nýja tegundin hefur verið nefnd eftir fyrrum starfsmanni Hafrannsóknastofnunar Jónbirni Pálssyni og heitir Buccinum palssoni Fraussen, Delongueville & Scaillet, 2024 en tegundin hefur enn ekki fengið íslenskt nafn.

Hafrannsóknastofnun hefur áður sagt frá gjöfulu samstarfi Jónbjörns og belgísku dýrafræðingana Christiane Delongueville og Roland Scaillet.

Nú hefur þessi samvinna orðið til þess að áður óþekkt kuðungategund fannst. Kuðungurinn er um 3 cm á hæð og tilheyrir ættkvíslinni Buccinum eins og beitukóngur.

Það er ekki algengt að nýjar tegundir finnist yfirhöfuð og sömuleiðis eru ekki miklar líkur á að fá tegund nefnda eftir sér. En margt býr í hafinu og allt getur gerst.

Hér til hægri má sjá Jón Sólmundsson fiskifræðing, Jónbjörn Pálsson fiskifræðing sem um árabil starfaði hjá Hafrannsóknastofnun, og Svanhildi Egilsdóttur sjávarlíffræðing að ígrunda þverhyrnu, nýja fiskitegund sem fannst á íslensku hafssvæði árið 2022

DEILA