Samdráttur í nýskráningum fólksbifreiða hér á landi var um tæp 42% á árinu 2024, samanborið við árið 2023.
Nýskráningar var alls 11.543 á árinu 2024 en 20.454 árinu á undan að því er fram kemur í tölum frá Samgöngustofu og birtar eru á heimasíðu Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).
Flestar nýskráningar voru í rafmagnsbílum, alls 3.095 bifreiðar sem er um 25% af markaðnum. Nýskráningar í dísilbifreiðum voru 2.599 og bensín/rafmagn kom í þriðja sætinu með 2.087 bifreiðar.
Þegar einstakar bílategundir eru skoðaðar og voru flestar nýskráningar í Toyota, alls 1.690. Kia kom í öðru sæti með 1.369 og Hyundai í þriðja sætinu með 1.238 bifreiðar. Þar á eftir komu Dacia með 964 bíla og Tesla með 574 í fimmta sætinu.