Landsmönnun fækkaði í desember

Sú óvenjulega staða var uppi í desember að íbúum landsins fækkaði í mánuðinum samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá. Skráðir íbúar voru 406.000 þann 1.janúar 2025 en höfðu verið 46 fleiri mánuði fyrr. Fækkun varð í nær öllum landshlutum. Aðeins var lítilsháttar fjölgun á höfuðborgasvæðinu og á Norðurlandi eystra.

Í Reykjavík fækkaði íbúum um 56. Á Suðurnesjum fækkaði mest eða um 101. Þar fækkaði mest í Reykjanesbæ um 60 og í Grindavík um 56 manns. Á Vesturlandi fækkaði bæði á Akranesi og í Borgarbyggð. Á Suðurlandi fækkaði um 14 manns.

Á Vestfjörðum fækkaði um 11 manns. Mesta breytingin varð í Ísafjarðarbæ, en þar fækkai um 14 manns. Hins vegar fjölgaði um 7 í Vesturbyggð og um 4 í Árneshreppi.

DEILA