Patreksfjörður er sú höfn sem verst kemur út í kvótasetningu á grásleppu sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári og tók gildi 1. september sl. Þetta ke,ur fram í minnisblaði Vestfjarðastofu sem lagt var fyrir stjórn Fjórðungssambands Vestfiðinga skömmu fyrir jól.
Fyrsta úthlutun aflahlutdeildar verður að óbreyttu 1. mars 2025 og „Við mat á veiðireynslu skal miða við þrjú bestu veiðitímabil leyfisins sem skráð er á skipið frá og með árinu 2018 til og með árinu 2022 að undanskildu árinu 2020.“
Árið 2023 var lönduð grásleppa á Vestfjörðum yfir 991 tonnum að verðmæti 233 milljónum króna.
Grásleppuveiðar eru svæðisbundnar á Vestfjörðum og eru veigamikill hluti útgerðar á Ströndum og í Vesturbyggð, þar sem útgerð grásleppu er mikilvægur hluti útgerðarmynstursinns. Í Vesturbyggð hefur orðið nýliðun þar sem menn hafa komið og hafið smábátaútgerð þar sem veiðar á grásleppu hafa verið mikilvægur hluti heildartekna ársins. Þannig hefur verið hægt að stunda grásleppuveiðar og strandveiðar og lengja þannig veiðitímabil smábátasjómanna segir í minnisblaðinu.
Það voru 26 bátar sem lönduð grásleppu á Vestfjörðum á síðustu vertíð. Það eru tvö svæði sem skera sig úr en flestir bátar gera út á grásleppu frá Drangsnesi og Hólmavík samtals 10 bátar og svo Brjánslækur og Patreksfjörður með 10 báta. Á norðanverðum Vestfjörðum voru 6 bátar sem gerður út á grásleppu.
Það sem skiptir sköpum er hvert viðmiðunartímabilið er við ákvörðun á kvóta. Strandir þar sem grásleppuveiðar hafa verið nokkuð stöðugar í gegnum tíðinni, halda sínu hlutfalli á heildina litið.
Patreksfjörður er aftur á móti sú höfn sem kemur verst úr kvótasetningu, einmitt sú höfn þar sem vöxtur hefur verið í lönduðum afla undanfarin ár. En vegna þess að tímabil veiðireynslunnar nær ekki þessum vexti þá hljóta nýliðarnir á Patreksfirði skarðan hlut frá borði. Þeir sem hófu veiðar árin 2023 og 2024 eru ekki taldir sem nýliðar en einmitt þau ár jókst landað magn á Patreksfirði hvað mest. Það var 6,1% árið 2023 af afla ársins en áætlað er að kvótinn við úthlutun í ár verði aðeins 2,3%.
Stjórn Fjórðungssambandsins ályktaði ekki um úthlutunina en ákvað að að efni minnisblaðs verði kynnt sveitarstjórnum.