Góðgerðarleikur körfuknattleiksdeildar Vestra fer fram laugardaginn 11. janúar 2025, kl. 16:30
Leikurinn er til styrktar Steinunni Jónsdóttur eða Steinku eins og hún er jafnan kölluð meðal vina og vandamanna en hún hefur þurft að kljást við eftirköst bílslyss sem hún lenti í fyrir um 15 árum síðan.
Sökum þess hefur hún þurft á ýmsum krefjandi inngripum að halda auk þess að fara í afar kostnaðarsama aðgerð erlendis sem eðli máls samkvæmt hefur reynt á fjárhagslega.
Körfuknattleiksdeild Vestra vill gera sitt besta við að aðstoða. Við vonumst því til að sjá sem allra flesta á leik mfl. Vestra gegn Fjölni b, laugardaginn 11. janúar kl. 16:30 og hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á leikinn sem/og hvetja vini og ættingja til að mæta einnig.
Aðgangseyrir er sem fyrr enginn, en öll frjáls framlög eru afar vel þegin enda munu þau öll renna í sjóð til hennar Steinku.
Kaffi, vöfflur og dýrindis bakkelsi verður til sölu, en ágóði þeirrar sölu mun sömuleiðis renna í sama sjóð.
Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta, en vilja engu að síður veita málefninu lið, geta lagt beint inn á reikning Steinku sem er eftirfarandi: 0150-05-061466, kt. 060883-5139.