Kómedíuleikhúsið: sviðslistaráðið hafnaði umsókn um styrk

Sviðslistaráð hafnði umsókn Kómedíuleikhússins vegna einleiksins Þannig var það eftir Nóbelskáldið Jon Fosse.

Elfar Logi Hannesson greinir frá þessu í færslu á Facebook. „Munaði þó mjónu því nú fær maður einkun frá Sviðslistalóttinu – okkur skorti víst 0,5 stig. Það sem er samt stóri þátturinn í þessu er að Kómedíuleikhúsið hefur starfað samfellt, ár eftir ár, síðan 2001 og á þeim tíma höfum við aðeins 5 sinnum fengið styrk frá Sviðslistaapparatinu.“

Fullreynt hjá Sviðslistasjóði

Elfar Logi bætir því við að „Það segir sig sjálft að ráðið er algjörlega andvígt atvinnuleikhúsi á Vestfjörðum það sýnir sagan og hafa enn eitt árið hafnað starfsemi Kómedíuleikhússins. Það þykir mér einfæma mikil skammsýni hjá sjóði sem á að horfa til landsins alls, tölurnar sýna að það gerir Sviðslistaráð alls ekki. Já, ég er verulega svekktur. Nú er bara að setjast niður og íhuga næstu skref, finna leiðir þau eru sannarlega ekki hjá Sviðslistarsjóði. Nú er fullreynt á þeim stað og Kómedíuleikhúsið mun ekki senda aftur inn umsókn þar.“

DEILA