Ert þú forvitinn um myndlist? Gunnar Jónsson, myndlistarmaður frá Ísafirði, býður körlum á öllum aldri að taka fyrstu skrefin í myndlist með sérstakri áherslu á vatnslitamálun.
Vatnslitamálun er einn af lykilþáttum myndlistar, þar sem hún býður upp á óendanlega möguleika til að tjá stemningu, tilfinningar og flæði. Með sérstakri stjórn á vatni, litum og áferð er hægt að þróa verk sem fanga náttúruna, andrúmsloftið og hið ósagða á einstakan hátt.
Á þessu 6 vikna námskeiði, sem hefst á vorönn, fá þátttakendur einstakt tækifæri til að læra grunnatriði vatnslitatækni í afslöppuðu umhverfi þar sem þáttakendur fá grunnleiðsögn um liti, skugga, form og tjáningu með vatnslitum.
Hvort sem þú hefur enga reynslu eða hefur aðeins dundað við myndlist áður, þá er þetta námskeið fyrir þig segir í frétt frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða