Íþróttanefnd hefur ákveðið að úthluta 21,15 milljónum til 71 verkefna fyrir árið 2025. Nefndinni bárust alls 194 umsóknir að upphæð tæplega 230 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2025. Mennta- og barnamálaráðherra hefur samþykkt tillögu Íþróttanefndar.
1 m.kr. til Vestfjarða
Eftir því sem næst verður komist voru fjórir styrkir til verkefna á Vestfjörðum, samtals að fjárhæð 1 m.kr.
Íþróttafélagið Hörður á Patreksfirði fékk 200.000 kr styrk til inngildingar í íþróttastarfi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Barna- og unglingaráð Kkd Vestra fékk 400.000 kr. styrk til verkefnisins Vestri körfubolti – Special Olympics.
Sunddeild UMF Bolungarvíkur fékk 200.000 kr. styrk til verkefnis sem heitir samskipti í kafi.
Trausti Salvar Kristjánsson fékk 200.000 kr. styrk til borðtennis hjá UMFB, sem er ungmennafélag Bolungavíkur.