Ísfirðingafélagið 80 ára

Ísfirðingafélagið var stofnað í Reykjavík 22. apríl 1945.  Tilgangur félagsins er að viðhalda kynningu milli brottfluttra Ísfirðinga og efla tryggð þeirra við átthagana.  Ísfirðingafélagið stendur fyrir útgáfu Vestanpóstsins árlega.  Auk þessu eru nokkrir fastir liðir í starfsemi þess s.s. Sólarkaffið, kirkjukaffi og Sólkveðjuhátíð.

Ísfirðingafélagaið fagnar því 80 ára afmæli í ár og býður til tónlistarveislu í Gamla Bíó, laugardaginn 1. febrúar 2025.

Hljómsveitin Albatross verður í hlutverki gestgjafa og tekur á móti góðum gestum, m.a. Helgi Björns, Bjarni Ara, Stefanía Svavars, Sverrir Bergmann og mörg fleiri.

Ísfirðingurinn knái Halldór Smárason er fremstur í flokki hljómsveitarinnar, og Hnífsdælingurinn geðþekki Kristján Freyr Halldórsson verður veislustjóri kvöldsins.

Að þessu sinni verður ekki boðið upp á matarveislu heldur tónlistarveislu, en við getum auðvitað ekki sleppt hinum mjög svo nauðsynlegu pönnukökum segir í tilkynningu frá félaginu en nánari upplýsingar eru á vef Ísfirðingafélagsins https://isfirdingar.is 

DEILA