Hafnarstjórn Ísafjarðabæjar hefur samþykkt tillögu Hilmars Lyngmo um að stofnuð verði lóð fyrir þjónustuhús við skútuhöfnina á gamla olíumúlanum á Ísafirði.
Þar verði einnig gert ráð fyrir að reisa megi hús undir gufubað þar við hliðina.
Á deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingarreit og/eða húsi á svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd verður sent erindi með ósk um stofnun lóðarinnar.