Ísafjörður: kór eldri borgara fær styrk

Frá æfingunni í gær. Mynd: FEBÍ.

Í gær hóf æfingar kór félags eldri borgara á Ísafirði og nágrenni. Fékk kórinn góða gesti á fyrstu æfinguna. Fulltrúar frá Kvenfélaginu Sunnu í Súðavíkurhreppi komu færandi hendi og afhentu kórnum að gjöf kr. 200.000. til styrktar starfsemi kórsins . Sigrún Camilla Halldórsdóttir, formaður FEBÍ segir af þvi tilefni að með gjöfinni sýni þær kórnum virðingu og þakkar hún frábært framtak kvenfélagsins Sunnu.

DEILA