Ísafjarðarbær: bæjarstjóraskipti á þriðjudaginn

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar staðfestir við Bæjarins besta að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir komi til starfa sem bæjarstjóri á þriðjudaginn, þann 7. janúar. Sigríður tekur við af Örnu Láru Jónsdóttur, sem hefur verið kosin alþingismaður, en hún hyggst sitja áfram sem bæjarfulltrúi.

Fyrsti bæjaráðsfundur ársins verður á mánudaginn.

DEILA