Íbúum Reykjavíkurborgar fækkaði um 56 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. janúar 2025 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 47 íbúa.
Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 11 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fækkað um 60 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 5 íbúa.
Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Árneshrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2024 um 6,9% en íbúum þar fjölgaði um 4 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Fljótsdalshreppi og Kjósarhreppi eða um 2%. Af 62 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 27 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 35 sveitarfélögum.
Í Vesturbyggð fjölgaði um 7 og um 4 í Árneshreppi eins og áður kom fram. Annars staðar fækkaði eða íbúafjöldi stóð í stað. Á Vestfjörðum fækkaði um 11 manns.