HSV : stjórnin sendi miðlunartillögu til Ísafjarðarbæjar

Íþróttahúsið á Torfnesi.

Stjótn Hérraðssambands vestfjarða sendi rétt fyrir áramót tillögu sína til Ísafjarðarbæjar um breytingar á úthlutun tíma til íþróttafélaga í íþróttahúsinu á Torfnesi og í Bolungavík.

Handknattleiksdeild Harðar hefur gert athugasemdir við fáa tíma að kvöldi til og telur halla mjög á sig gagnvart öðrum deildum sem halda úti liði í meirstaraflokki, sem eru körfuknattleiksdeild Vestra og blakdeild Vestra.

Sigurður Jón Hreinsson, formaður HSV segir að ekki hafi fengist rökstuðningur frá Ísafjarðarbæ fyrir úthlutuninni og minnir hann á ályktun stjórnar um málið. Vonast hann til þess að takist að ná sáttum í málinu.

Hann segir að tillagan sem send var fyrir áramótin miði að því að fjölga úthlutuðum tímum og beina fjölguninni til Harðar.

Það er skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd sem fær erindið og mun taka það fyrir á næstunni.

DEILA