Gettu betur: MÍ úr leik eftir naumt tap

Keppendur MÍ í Gettu betur 2025 ásamt þjálfurum.

Menntaskólinn á Ísafirði keppti við Menntaskólann á Laugarvatni í gærkvöldi í Gettu betur keppninni. Viðureignin fór fram á ruv.is.

Svo fór að Laugvetningar báru sigur úr býtum og fengu 14 stig gegn 12 stigum Ísfirðinga.

Lið MÍ í árið 2025 var skipað þeim Guðbjörgu Ósk Halldórsdóttur, Grétari Loga Sigurðssyni og Soffíu Rún Pálsdóttur. Aðalþjálfari liðsins var Signý Stefánsdóttir og umsjónamaður og aðstoðarþjálfari Guðríður Vala Atladóttir. Upphaflega sóttu 14 nemendur um þátttöku í liðinu en eftir fyrstu æfingar var fækkað niður í 6. Að sögn Guðríðar Völu sem skipar embætti Málfinns MÍ í vetur gengu æfingar vel en krefjandi reyndist að velja aðeins þrjá keppendur þar sem margir efnilegir nemendur komu til greina. 

DEILA