Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjaðarbæjar hefur fengið yfirlýsingu um samþykkti landeiganda við áform um gerð deiliskipulags fyrir gagnaver í Veðrarárdal. Veitt er samþykki fyrir því að unnið verði deiliskipulag og mögulegar aðalskipulagsbreytingar því tengdum.
Erindi frá Birni Davíðssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags var lagt fram 12. desember. Þá vildi nefndin fá undirritaða heimild landeigenda þar sem þeir heimila breytingar. Nú liggur það fyrir og leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila Birni Davíðssyni að hefja vinnu við deiliskipulag.