Fjallað um innviðagjald á skemmtiferðaskip í erlendum fjölmiðlum

Fréttin í New York Post.

Bandaríska blaðið New York Post fjallar á laugardaginn um afbókanir skemmtiferðaskipa sem sigla til Íslands vegna nýja innviðagjaldsins sem lagt var á með lögum um áramótin. Segir í fréttinni að tugum ferða hafi verið aflýst. Innviðagjaldið er 2.500 kr á hvern farþega fyrir hvern dag.

New York Post vísar til yfirlýsingar frá MSC Cruises sem birtist í Cruise News Industry. Þar er greint frá því að ferðum skipanna muni fækka um 80 á þessu ári vegna innviðagjaldsins og er vísað einkum til Akureyrar Vestmannaeyja, Faxaflóahafna og Grundarfjarðar. Þá segir að þegar sé búið að aflýsa einhevrjum ferðum sem vera áttu á næsta ári, 2026.

Vitnað er til ummæla Sigurðar Jökuls Ólafssonar, formanns samtakanna Cruise Iceland, sem segir að samtökin vilji innleiða gjaldið í skrefum og gefa skipafélögunum færi á því að gera ráð fyrir gjaldinu í verði til farþega. Þá sé eðlilegt að innviðagjaldið renni til uppbygginga innviða enda heiti það ekki innviðaskattur.

DEILA