Dagur Benediktsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar

Íþróttamennirnir sem voru tilnefndir með viðurkenningaskjöl sín.

Gönguskíðamaðurinn Dagur Benediktsson frá SFÍ var í dag útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2024 við hátúðega athöfn á veitingastaðnum Logni á Hótel Ísafirði.

það er skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjaðarbæjar sem stendur að valinu. Nanný Arna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi er formaður nefndarinnar.

Annar skíðamaður, Eyþór Freyr Árnason SFÍ, var útnefndur efnilegasti íþróttamaðurinn.

Hvatningarverðlaun hlaut meistaraflokkur kvenna knattspyrnudeildar Vestra.

Eftirtalin voru tilnefnd í kjörinu um íþróttamann Ísafjarðarbæjar

  • Angelica Orobio Rodriguez, blakdeild Vestra
  • Birkir Eydal, knattspyrnudeild Harðar
  • Dagur Benediktsson, Skíðafélagi Ísfirðinga
  • Elmar Atli Garðarsson, knattspyrnudeild Vestra
  • Elmar Breki Baldursson, körfuknattleiksdeild Vestra
  • Julo Thor Rafnsson, Golfklúbbur Ísafjarðar
  • Karen Rós Valsdóttir, skotíþróttafélag Ísfirðinga
  • Óli Björn Vilhjálmsson, Handknattleiksdeild Harðar
  • Pétur Örn Sigurðsson, blakdeild Vestra
  • Sigrún Betanía Kristjánsdóttir, knattspyrnudeild Vestra

Eftirtalin voru tilnefnd í kjörinu um efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar

  • Albert Ingi Jóhannsson, knattspyrnudeild Vestra
  • Axel Vilji Bragason, Handknattleiksdeild Harðar
  • Bríet Emma Freysdóttir, Skíðafélagi Ísfirðinga, alpagrein
  • Dagný Emma Kristinsdóttir, körfuknattleiksdeild Vestra
  • Eyþór Freyr Árnason, Skíðafélag Ísfirðinga, skíðaganga
  • Haukur Fjölnisson, körfuknattleiksdeild Vestra
  • Hjálmar Helgi Jakobsson, Golfklúbbur Ísafjarðar
  • Kacper Tyszkiewicz, blakdeild Vestra
  • Kristjana Rögn Andersen, skotíþróttafélag Ísfirðinga
  • Margrét Embla Viktorsdóttir, blakdeild Vestra
  • María Sigurðardóttir, Hestamannafélagið Hending
  • Una Proppé Hjaltadóttir, knattspyrnudeild Vestra

Sigríðu Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri ávarpaði samkomuna.

Vel á annað hundrað gesta voru á Logni í dag.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson

DEILA