Í nýjasta fréttabréfi Vestfjarðastofu er farið yfir liðið ár og verkefnin framundan.
Guðrún Anna Finnbogadóttir er teymisstjóri í atvinnu- og byggðaþróun og hún segir í pistli sínum að fjölmörg verkefni hafi verið á borðinu. nefnir hún m.a. skógrækt, fiskeldi, sjávarútveg, þörungar, skólamál, Þekkingarsetrið Vatneyrarbúð á Patreksfirði, samfélagsmál, Sóknarhópur Vestfjarða, loftslagsmál, hringrásarmál og áburðarframleiðslu.
Um verkefnin segir hún að mjög margt hafi tekist vel og sumt framar vonum.
Um stöðuna segir Guðrún:
„Það er gott að finna að það er byr í seglum Vestfirðinga og það auðveldar okkur að takast á við þær áskoranir sem við eigum í. Úrbætur innviða, efling atvinnulífs og efling samfélagana gerir okkur kleift að sigla áfram til bjartrar framtíðar.“