Togarinn Sirrý ÍS landaði 511 tonnum eftir 7 veiðiferðir í desember í Bolungavíkurhöfn.
Snurvoðabátarnir Ásdís ÍS og Þorlákur ÍS voru einnig á veiðum í mánuðinum. Ásdís ÍS kom með 115 tonn í 15 veiðiferðum og Þorlákur ÍS var með 117 tonn í 11 veiðiferðum. Frá Snæfellsnesi var dragnótabáturinn Bárður SH og landaði hann 85 tonnum eftir 5 veiðiferðir í byrjun desember.
Togarinn Jóhanna Gísladóttir GK landaði einu sinni í Bolungavík 29 tonnum af botnfiski. Annar togari Áskell ÞH lanndaði 94 tonnum í byrjun mánaðarins.
Sjöfn SH var á ígulkerjaveiðum og kom með 7,6 tonn eftir þrjá róðra.
Fjórir línubátar lönduðu afla í desember. Jónína Brynja ÍS var með 90 tonn eftir 10 róðra og Fríða Dagmar ÍS fór líka 10 róðra og landaði 103 tonnum. Indriði Kristins BA landaði einu sinni og var með 25 tonn. Loks var línubáturinn Páll Jónsson GK frá Grindavík með 97 tonn í einni löndun.