Alls var landað í Bolungavík og slátrað 13 þúsund tonnum af eldislaxi á síðasta ári í Drimlu, laxasláturhúsi Arctic Fish í Bolungavík.
Um 11.600 tonn komu frá eldi Arctic Fish og um 1.400 tonn frá Háafelli.
Mest kom á landi í september á einum mánuði en þá var slátrað 2.055 tonnum.
Útflutningsverðmæti aflans miðað við meðalverð ársins er um 13 milljarðar króna.