Í október síðastliðnum var slátrað liðlega 3 þúsund tonnum af eldislaxi í vinnsluhúsi Arnarlaxi á Bíldudal. Útflutningsverðmæti þess miðað við meðalverð yfir árið er um þrír milljarðar króna.
Fram kemur í Radarnum, fréttabréfi SFS að útflutningsverðmæti eldisafurða frá Íslandi í október hafi verið 6,6 milljarðar króna. Lætur nærri að hlutur Bíldudals hafi verið helmingur alls útflutningsverðmætisins.
Í nóvember var slátrað 2.049 tonnum af eldislaxi á Bíldudal og er útfluningsverðmæti þess um tveir milljarðar króna. Þá var útflutningsverðmætið frá landinu um 6 milljarðar króna. Hlutur Bíldudals þann mánuð var um þriðjungur alls verðmætisins.
Samtals var því útflutningsverðmætið af eldisafurðum frá Bíldudal liðlega fimm milljarðar króna á aðeins tveimur mánuðum.