Ballestargrjót, kjölfestustein, úr norsku síldarskipi sem kom á Eyri við Ingólfsfjörð á Ströndum.
Áhugamenn um bergtegundir telja að um grágrýti sé um að ræða.
Áður en norsku og sænsku skipin lögðu yfir hafið til að sækja síldarafurðir frá Íslandi var jafnan borið grjót í lestarnar sem kjölfesta til þess að tryggja stöðugleikann – var því svo kastað fyrir borð þegar komið var til hafnar.
Þannig hafa slíkir „flökkusteinar“ borist upp á land.
Af vefsíðunni sarpur.is