Innritun á vorönn er nú lokið í Menntaskólanum á Ísafirði og er netfjldi nemenda við skólann en þeir eru nú 606 talsins. Næstfjölmennasta önnin til þessa er haustönnin árið 2021 þegar 544 nemendur voru innritaðir.
Af 606 nemendum skólans eru 204 í dagskóla og er heimavistin þétt setin eins og á haustönn. Nemendur frá sunnanverðum Vestfjörðum eru þar fjölmennasti hópurinn eða 11 talsins.
Nú á vorönn fer af stað nám í múraraiðn í dreifnámi en það er í fyrsta sinn síðan Menntaskólinn á Ísafirði og Iðnskólinn á Ísafirði voru sameinaðir sem það nám er í boði. Dreifnám er vinsælt námsform innan skólans en það er nám fyrir fólk í vinnu sem kennt er í fjarkennslu og í lotum á kvöldin og um helgar. Húsasmíði, iðnmeistaranám, sjúkraliðanám og vélstjórnarnám A er sömuleiðis kennt í dreifnámi.
Fjarnemendur við skólann eru samtals 335 en fjarnámsnemendum hefur farið fjölgandi síðustu ár. Af þeim eru 116 nemendur í iðnmeistara- og sjúkraliðanámi. Iðnmeistaranámið er samstarfsverkefni MÍ og Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað en sjúkraliðanámið er samstarfsverkefni sömu skóla og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Af öðrum fjarnemendum, sem eru samtals 202, eru 81 síðan að fylgja námsbrautum innan MÍ og stefna á útskrift frá skólanum að námi loknu.
Hér má sjá hvernig nemendur skólans skiptast eftir ólíkum námsformum:
Dagskóli | 204 |
Dreifnám (húsasmíði, iðnmeistaranám, múraraiðn, sjúkraliðanám og vélstjórn A) | 67 |
Fjarnám í gegnum samstarfsskóla (m.a. iðnmeistaranám og sjúkraliðanám) | 133 |
Fjarnemendur með MÍ sem heimaskóla | 81 |
Fjarnámsnemendur | 121 |
SAMTALS | 606 |