Á Þorláksmessu er mikið borðað af skötu og af því tilefni hefur Fiskistofa tekið saman ýmsar upplýsingar um þessa fisktegund sem fylgja hér með.
- Á árinu 2024 hefur verið landað 383.603 kg af skötu.
- 36% af aflanum var veitt með botnvörpu, 35% með línu og 21% með dragnót.
- Aflahæsta löndunarhöfnin á árinu er Sandgerðishöfn.
- Skötur gjóta eggjum sem mörg okkar þekkja sem „Pétursskip“. Þessi egg eru oft að finna í fjörum um allan heim.
- Skötur hafa eina af stærstu lifrum í dýraríkinu, sem getur verið allt að 1/4 af líkamsþyngd þeirra. Þetta hjálpar þeim að halda sér nálægt hafsbotni.
- Skötur hafa þyrnótta húð sem verndar þær gegn rándýrum.
- Sumar skötutegundir geta lifað í allt að 100 ár.
- Það eru yfir 200 tegundir af skötum um allan heim.