Vonast til að Dynjandisheiði opnist innan skamms

Vegagerðin vonast til þess að vegurin um Dynjandisheiði opnist innan skamms. Sigurður G. Sverrisson, yfirverkstjóri segir að töluverður snjór sé í Vatnahvilftinni. Moksturstæki Vegagerðinarinnar hafi snúið frá í morgun en verið sé að huga að mokstri. Búast megi við að vegurinn lokist aftur í kvöld en aftur verður mokað á morgun. Á Dynjandisheiði er þjónusta til um kl 17 fimm daga vikunnar.

 Þæfingur er á Mikladal og á Hálfdán. Þungfært er á Örlygshafnarvegi. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Raknadalshlíð. Vegagerðin býður vegfarendum upp á að geta fengið SMS fyrir snjóflóðahættu á Raknadalshlíð. Þeir sem vilja skrá sig á SMS-listann er bent á að senda ábendingu inn á vegagerdin.is þar sem taka þarf fram nafn og gsm númer. Einnig er hægt að hafa samband við upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777.

Skafrenningur er á Klettshálsi en þar er moksturstæki til staðar.

Ísafjarðardjúpið er sæmilega fært en þæfingur er á Innstrandarvegi innan Hólmavíkur.

Vegagerðin telur að færð geti spillst seinni partinn á Vesturlandi. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður.

DEILA