Vísindaport: Að meta efnahagslega velferð og horfa út fyrir verga landsframleiðslu – íslensk tilviksrannsókn

06.12.2024 kl. 12:10 Vísindaport

Í mörg ár hafa hagfræðingar og fjölmiðlar vísað til hagvaxtar sem aðalmælikvarðans til að meta framfarir. Mælikvarðinn verg landsframleiðsla (VLF) gefur gagnlegar upplýsingar um umfang efnahagsstarfsemi en segir okkur lítið um hvort þessi starfsemi stuðli jákvætt að velferð okkar. Ýmislegt, eins og mengun og kostnaður við hreinsun, teljast jákvæðir í útreikningum VLF, á meðan mikilvægar hliðar sem ekki koma fram á markaði, eins og gildi frítíma okkar og sjálfboðavinnu, eru alfarið sniðgengnar.
Aðrir mælikvarðar á efnahagslega velferð eru nú þegar til sem leitast við að laga nokkra af þeim ágöllum sem VLF hefur. Einn slíkur mælikvarði er Genuine Progress Indicator (GPI), sem nýlega var prófaður og birtur fyrir Ísland og er nú í endurskoðun. Í fyrirlestrinum verður fjallað um niðurstöður úr prófunarverkefni sem náði yfir tímabilið 2000-2019 og nýjar niðurstöður sem byggja á nýrri aðferðafræði og taka einnig tillit til COVID-19 áranna.

David starfar sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast um tengsl hagkerfa, sjálfbærni og velferð manna. David kennir umhverfishagfræði og vistfræðihagfræði við Háskóla Íslands og hefur einnig kennt umhverfishagfræði við Háskólasetur Vestfjarða frá árinu 2019.

Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079

Erindið fer fram á ensku

DEILA