Vesturbyggð: áhyggjur af skipulagsbreytingum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Sjúkrahúsið á Patreksfirði.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær ályktun um Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna skipulagsbreytinga sem þar hafa orðið á Patreksfirði og lýsir yfir áhyggjum af þeirri breytinu að svæðið hefur ekki lengurmálsvara í framkvæmdastjórn stofnunarinnar. 

„Nú er það svo að engin stjórnandi starfar lengur á stofnunni á Patreksfirði og er henni að öllu leyti stjórnað frá Ísafirði. Telur bæjarstjórn það vera verulegt áhyggjuefni og telur að það muni koma niður á því góða starfi sem unnið er á stofnuninni.

Bæjarstjórnin kallar eftir því að unnið verði markvisst að því að tryggja aðkomu fulltrúa frá svæðinu að stefnumótun og ákvarðanatöku innan Heilbrigðisstofnunarinnar og bæta úr þeirri stöðu sem upp er komin, með það að markmiði að jafna aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu.“

DEILA