Verð á rafmagni hækkar mikið á árinu

Á einu ári eða frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37% að því er kemur fram í úttekt Alþýðusambandsins

Ólíkt dreifingu raforku hefur almenningur val um hvaða smásala það kýs að versla raforku af. Almenningur getur valið milli níu smásala raforku en ekki er hægt að velja um dreifiveitu rafmagns. 

Ef verðþróun á raforku hjá smásölum er skoðuð lengra aftur í tímann eða frá október 2018 til dagsins í dag má sjá að verð á kílówattstund hefur hækkað um 9-44%.

Munur á hæsta og lægsta verði hjá raforkusölum hefur aukist og farið úr 9% árið 2018 upp 43% í dag. 

Á sama tímabili hefur verð á kílóvattstund hækkað minnst hjá Orku heimilanna, um 9% en fyrirtækið býður einnig upp á lægsta verðið, 7,97 kr/kWst.

Næst lægst er verð á raforku hjá Orkubúi Vestfjarða, 8,25 kr/kWst. 

Verð á kílóvattstund er hæst hjá HS Orku, 11,36 kr./kWst og er það 43% hærra en lægsta verð.

 

 

DEILA