Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar er opinn en áfram er óvissustig á Súðavíkurhlíðinni. Moksturtæki eru að störfum í Ísafjarðardjúpi og er vonast til þess að vegurinn verði orðinn opinn um hádegisbilið, ef ekkert óvænt kemur upp á. Sigurður G. Sverrissson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni sagði að þó væri þungt að moka, það rigndi í gærkvöldi og snjórinn er blautur. Enn er ekki vitað um færðina milli Seyðisfjarðar og Skötufjarðar.
Opið er yfir Steingrímsfjarðaheiði og Þröskulda.
Þá er búið að opna Dynjandisheiði. Þar er ekki mikill snjór en frekar blint á veginum.