Vegagerðin greiddi 4 m.kr. fyrir búnað til útvarps í Bolungavíkurgöngum

Bolungavíkurgöng.

Í gær voru rétt 7 ár síðan tekinn var í notkun búnaður i Bolungarvíkurgöngum, sem gerði kleift að ná útvarpssendingum þriggja útvarpsstöðva í göngunum, þ.e. rása 1 og 2 Ríkisútvarpsins og Bylgjunnar. Var þetta gert á grundvelli samnings milli Leiðar ehf. og Vegagerðarinnar, sem undirritaður var 5. s.m. og fól í sér að Leið ehf. greiddi fyrir búnaðinn og uppsetningu hans en Vegagerðin lagði til aðstöðu fyrir hann og annaðist viðhald og rekstur. Var þetta algerlega að frumkvæði Leiðar ehf.

Í maí 2021 sagði Leið ehf upp samningnum og óskaði eftir því að Vegagerðin leysti búnaðinn til sín gegn sanngjarnri þóknun. Þremur árum síðar féllst Vegagerðin á þetta og leysti til sín búnaðinn í ágúst síðastliðnum gegn 4 m.kr. greiðslu. Kostnaður í upphafi var 8,5 m.kr. auk kostnaður við umdirbúning og uppsetningu.

Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að stofnunin hafi takmarkaða fjármuni til þess að kaupa búnað til útsendinga útvarps, þessi búnaði sé auk þess að verða úreltur og uppfylli ekki núverandi kröfur um öryggi.

En Vegagerðin taldi hins vegar til bóta að búnaðarins nyti við áfram þangað til fjárveitingar fást til endurnýjunar á honum og keypti því búnaðinn af Leið ehf.

Dýrafjarðargöng: 56 m.kr. í meðalhraðaeftirlit

Í öllum nýjum jarðgöngum lætur Vegagerðin setja upp búnað til útvarpsendinga. Auk þess er t.d. í Dýrafjarðargöngum sérstakur búnaður til meðalhraðaeftirlits.
Áfallinn kostnaður við þann búnað og uppsetningu hans er tæpar 56 milljónir króna.

DEILA